This is the Elvis2 Homepage!
 

 
My Diary. Take it, leave it, love it, hate it, i dont fucking care.
 
 
   
 
laugardagur, nóvember 25, 2006
 
Ný síða.

Jamm, ég er kominn með algjört ógeð á þessu blogspotdæmi, þessi síða hefur ekki verið að virka sem skyldi undanfarið og þessvegna er ég kominn með nýja síðu, hér er slóðin á hana.

laugardagur, október 28, 2006
 
Airwavesgeðveikin afstaðin

Funk Harmony Park spiluðu á Pravda á vegum Airwaves fyrir viku, þetta gekk ágætlega þannig séð, jájá, bara ágætlega.
Ég er voða feginn að þessi hátíð er bara einusinni á ári, ég var á tónleikum frá miðvikudegi til sunnudagskvölds og fékk bara alveg nóg og rúmlega það, hef ekki hlustað á tónlist í bráðum viku núna.
Ég varð alveg fárveikur í kjölfar helgarinnar, lagðist með ælupest sem varð að frekar skæðu kvefi og endaði vikuna á að slasa mig í vinnunni og enda uppá slysó, drulluvika barasta.
Ég verð að segja frá slysódæminu sko, það var alveg rosalega mikið að gera á slysó og ég þurfti að bíða í einn og hálfan til tvo tíma til að fá lækni til að kíkja á mig, það var svosem alltílagi, ég var ekkert við dauðans dyr eða neitt og algjörlega eðlilegt að fólk sem mætti með tildæmis veik eða slösuð börn væri tekið inn á undan mér.
En það var svona sena á biðstofunni sem var óborganleg í furðulegheitum sínum, það kom þarna alblóðug kona sem ég giska á að hafi lent í bílslysi og hún sat á biðstofunni og málaði sig, þetta var svo súrreal sko, hún sat þarna útötuð í eigin blóði og var að bursta á sig kinnalit með stórum bursta, sjitt barasta!
Síðustu laugardagsnótt fór ég í fyrsta og vonandi eina skiptið inn á Celtic Cross, það var svo mikill anticlimax eftir að hafa verið á tónleikum með Brazilian Girls og 9/11s að koma inn á þessa skítaholu með svona trúbadúragerviþjóðlagatónlist að það var ekki einusinni fyndið sko, djöfuls ógeðshola barasta.

þriðjudagur, október 17, 2006
 
Hval á diskinn minn!

Mér er alveg slétt sama um hvali, þetta er syndandi kjöt, ekkert annað.
 
Hljómborðsleikarinn ég?

Svei mér þá, það lítur jafnvel út fyrir að ég spili á hljómborð á Pravda með hljómsveitinni minni á föstudaginn, magnað helvíti barasta!

Ég hef aldrei verið hljómborðsleikari sem slíkur en ég spilaði yfir tónleikaprógrammið á hljómborð nokkrum sinnum í kvöld og mér fannst það sem ég spilaði alveg vera að virka, galdurinn við hljómborð er sá að koma fram við þau af amk jafn miklu virðingarleysi og gítara, þeas að berja þau til hlýðni, ekkert helvítis kurteist káf sko bara all-out nauðgun semsagt.

Annars bara ekkert títt, hlakka soldið til föstudagssins, ójá!

mánudagur, október 16, 2006
 
Sunnudagur..

Ég labbaði með dóttur mína í Kringluna í dag til að finna á hana vetrarskó, það gekk ekki alveg enda Kringlukast í gangi og skrilljón manns að væflast um þarna en ég fann samt 3 bækur handa sjálfum mér með 75% afslætti, mikil hamingja sko!
Jamm, ég keypti 2 bækur eftir Nick Tosches um tónlist, annarsvegar The Unsung heroes of Rock and Roll og hinsvegar Country og svo keypti ég The Other Hollywood sem er saga klámmyndaiðnaðarins í ameríku, það er örugglega geðveik lesning!
Ég verð alltaf soldið blúsaður eftir pabbahelgarnar og núna er engin undantekning, ég vildi óska þess að dóttir mín væri miklu meira hjá mér.

laugardagur, október 14, 2006
 
Símhleranir?

Það var hleraður síminn heima hjá mér þegar ég var unglingur og fjölskyldan mín var ekkert sérstaklega að kippa sér upp við það, við vorum aldrei viss hvort það væru rússar eða kanar á hinum endanum og okkur var eiginlega bara nokkuð sama þannig séð.

Ég fór einusinni í mat hjá rússneskum KGB manni, ég var svona 12 ára minnir mig, fyrir matinn fór hann með borðbæn þar sem hann sagði "Við erum sex við borðið" en við vorum bara fimm semsagt, hann benti þá upp í ljósakrónuna yfir borðinu og í henni hékk lítill hljóðnemi.

Ég hef komið niður í kjallara ameríska sendiráðssins, mamma kunningja míns vann þar fyrir ca 20 árum síðan við "Þýðingar" hvað var hún að þýða? Einmitt...

miðvikudagur, október 11, 2006
 
Rokk framundan!

Ókei, kannski ekki beinlínis rokk sem slíkt en amk tónlist, 9 dagar í Funk Harmony Park á Airwaves semsagt.
Var að lesa dóma um óútkomna plötu okkar drengjanna, hér eru dómarnir semsagt, ég er alveg sammála þeim sem dæmir okkur í því að remixið sé ekki í sama gæðaflokki og upprunalega útgáfan.
Núna er ég að spá í að kaupa mér enn einn gítar, þennan semsagt, hann kostar ekki nema 200.000, ég veit, ég er lasinn andskoti!

mánudagur, október 02, 2006
 
Pabbahelgi

Þetta var bara fín helgi hjá mér og dóttur minni, ég hefði reyndar alveg getað hugsað mér að sleppa við fótboltaæfinguna í dag, öh, gær semsagt, ég hef alls engann áhuga á fótbolta og mér sýnist vera eins komið fyrir dóttur minni, hún spilaði 3 stutta innanhússfótboltaleiki og var aðallega í því að labba um á miðjum vellinum og spjalla við vinkonu sína, eftir æfinguna spurði ég hana hvort hún hefði nokkuð snert boltann í leikjunum og hún sagði mér að hún hefði snert hann tvisvar, einusinni hefði hann flogið framhjá henni og strokist við hárið hennar og einusinni hefði hann rekist í fótinn hennar.

Við fórum á Ronju Ræningjadóttur á laugardaginn, þetta var næstleiðinlegasta leiksýning sem ég hef séð en sviðsmyndin leit nokkuð vel út, ég sá einusinni eitthvað leikrit með mússik eftir Sálina hans Jóns Míns sem var aðeins leiðinlegri en þetta helvíti en samt ekki mikið leiðinlegri.

Úff, er kominn með smá kvíðahnút fyrir vinnunni minni, það er alltaf að fækka starfsfólki þarna sem þýðir meira álag á þá sem eru eftir og auk þess erum við bara 2 eftir af almennu starfsmönnunum sem tölum íslensku, það er allt orðið yfirfullt þarna af helvítis pólverjum.

Ég er ekki að fatta þessa pólverjavæðingu sem er að tröllríða vinnumarkaðnum á íslandi, ég fór í Bónus um daginn og spurði þann sem var að vinna í grænmetinu hvar kartöflurnar væru og hann skildi mig ekki, ekki einusinni á ensku, þetta er orðið alveg fáránlegt.

Vöruhótelið hjá Eimskip er líka orðin pólverjanýlenda, ég kíkti þangað um daginn til að heilsa upp á nokkra kunningja mína og horfði upp á vesenið sem menn eru í þarna við að gera sig skiljanlega, endalaust asnalegt barasta.

Annars er lífið ágætt, já, bara helvíti gott.

 

 
  Útlenska Bloggið mitt

Hin síðan mín

Helga Lilja

Marianna

Gyðjan

Magga

Erla

Beta

Anna

Heiða

Litla e

Unnur

Tinna

Hjördís

Sonja

Eva Rós

Sigga

Doktorinn

Girls are pretty

Barbie

Ruslmyndir

Magadans

Musik.is

Brúðarbandið

Heiðingjarnir

Leoncie

Brain Police

DJ Musician

Vindva Mei

Myndir af Funk Harmony Park

Funk Harmony Park Heimasíðan

 
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Til baka  |  Gamalt efni